Gestabók

Kannski þekktir þú Odd Vilberg í lifanda lífi, kannski þekkir þú vini hans eða ættingja og kannski ertu að heyra af honum fyrst hér og nú. Hvort heldur sem er, þá væri gaman ef þú myndir vilja kvitta fyrir komuna hér fyrir neðan.

Kerfið virkar þannig að stjórnandi síðunnar þarf síðan að samþykkja færsluna svo að þið þurfið ekki að hafa áhyggjur þó kveðjan ykkar birtist ekki strax, við eigum þá einfaldlega eftir að haka við að hún sé samþykkt :)

24 thoughts on “Gestabók

  1. Björk Guðmundsdóttir

    Til hamingju með þennan glæsilega vef sem þú gerðir Sigurrós mín. Þó að ég hafi aldrei kynnst pabba þínum þá hafið þið mæðgur verið svo duglegar að halda minningu hans á lofti að manni finnst eins og maður hafi þekkt hann. Vona að þið eigið yndislegan dag í dag þó að svona dögum fylgi auðvitað líka sárar minningar.

    Reply
  2. Birna Þorsteinsdóttir

    Yndislegt framtak hjá þér Sigurrós mín. Hann pabbi þinn var sko merkileg persóna fyrir mér í æsku, reyndar get ég lítið rifjað upp um hann pabba þinn án þess að mamma þín sé með. Ég man eiginlega ekki eftir honum áður en mamma þín fór að koma með honum en ég man vel eftir jólunum þegar hún kom fyrst upp að Heiði og ég fór til að sjá þessa kærustu en varð fyrir svolitlum vonbrigðum, mér fannst hún vera hálfgerð “kerling” í svörtum kjól. Hún hefur sennilega verið 15 eða 16 ára :)
    Þó man ég eftir því að hann kom í heimsókn með vini sína Kidda og Viktor og vá hvað mér fundust þeir flottir og var feimin við þá.
    Pabbi þinn var alltaf í dýrðarljóma hjá mér, hann var svo flottur og alltaf mikil tilhlökkun þegar þau voru væntanleg í sveitina sem var mjög oft. Mér finnst að þau hafi alltaf verið í heyskap með okkur og svo var hann líka svo duglegur að senda afa plöntur þegar hann vann hjá Skógræktinni og hjálpaði afa að planta í Afaskóginn.
    Mér fannst hann alltaf vera á svo flottum bíl og einu sinni tjölduðu þau “risatjaldi” fram á Framtúni og ég fékk að vera með þeim við að tjalda. Í minningunni er alltaf sumar og sól þegar þau voru fyrir austan. Einu sinni keyri mamma þín ömmu að Syðri-Hömrum til að heimsækja Dísu frænku og ég fékk að koma með, á leiðinni var stoppað á Hellu og keypt Síríus suðusúkkulaði, þetta er minning sem er greypt í minnið :) það var talsvert minna um að vera hjá 10 ára krakka í sveit í þá daga :)
    Mér er hláturinn hans pabba þíns svo minnisstæður, hann hló svo skemmtilegum smitandi hlátri og gerði það oft :) pabbi hafði alveg sérstaklega gaman að því að láta hann hlæja og stríddi honum óspart eins og reyndar öllum. Hann hafði alveg sérstakar mætur á pabba þínum og talaði um það stoltur að margir héldu að hann ætti hann þegar hann var minni því þeir voru svo líkir. Það sé ég vel á myndinni af pabba þínum þegar hann er farinn að eldast.
    Einu sinni fékk ég far með þeim til Reykjavíkur þegar þau bjuggu í Skaftahlíðinni og hvað mér fannst þau eiga fallegt heimili ! sérstaklega man ég eftir “risastóru” skrifborði. Ég man líka vel eftir gleðinni á heimilinu þegar fréttist af því að Guðbjörg væri á leiðinni og hvað hann var stoltur pabbi þegar hún fór að koma með. Ég held að hún hafi komið í heimsókn í fyrsta skipti þegar afi var jarðaður. Það er líka greypt í minnið þegar mamma hringdi og sagði mér af því þegar hann fékk fyrsta áfallið en þá var ég flutt niður í Hildisey og biðinni eftir því að vita hvernig honum reiddi af.
    Kærar kveðjur til ykkar allra í fjöldkyldunni, þín frænka Birna Þorsteinsdóttir

    Reply
  3. Helena Pálsdóttir

    Elsku Sigurrós og fjölskylda.

    Til hamingju með þennan fallega dag og allar ljúfu minningarnar.

    Reply
  4. Ástríður Jónsdóttir

    Falleg síða elsku Sigurrós og gaman að lesa í gegnum minningarnar ykkar af pabba þínum. Ég ætla að benda pabba mínum á að líta hér við. Ég er viss um að bæði hann og mamma kunna að meta það sem hér er sagt. Risaknús til þín í dag :*
    kveðja, Ásta

    Reply
  5. Rakel Guðmundsdóttir

    Til hamingju með afmælisdag pabba þíns. Ég hef sjaldan séð eins mikil líkindi með feðginum eftir því sem við sjáum á myndunum af ykkur litlum! Skemmtileg minningarsíða!

    Reply
  6. Anna María Oddsdóttir

    Flott hjá þér og gaman að geyma minningarnar svona :) Knús til ykkar allra :)

    Reply
  7. ragna

    Þakka þér fyrir þessa dásamlegu síðu Sigurrós mín. Birna mín, ég þakka þér kærlega fyrir þessa skemmtilegu minningu sem þú settir hérna inn. Það var alltaf dásamlegur tími sem við áttum með ykkur í sveitinni. Gaman að sjá hvað margir hafa skrifað í dag 4. maí í gestabókina. Takk.

    Reply
  8. Jóhann Marel

    Flott síða um flottan mann sem að ég þekkti ekki neitt en tel mig hafa kynnst smávegis hérna. Til hamingju með pabba þinn.

    Reply
  9. Einar Péturson

    Frábær bróðir sem var mér mín aðalfyrirmynd á mínum uppvaxtarárum og er enn. Ég er með tárin í augunum eftir yfirferð þessara minninga. Takk elsku frænka!

    Reply
  10. Stefa

    Elsku Sigurrós, Ragna og Guðbjörg!

    Minning Odds lifir svo sannarlega í minningunni og ykkar minningar sem þið hafið birt svona fúslega, sýna svo innilega hve samheldin fjölskyldan er. Þó ég hafi ekki oft hitt Odd, þá var dásamlegt að finna hve stór partur hann var af fjölskyldunni, þrátt fyrir mikil veikindi og takmarkaða getu til að taka þátt í fjölskyldulífinu.

    Mikið samgleðst ég ykkur að eiga þessa fallegu síðu til að safna saman enn fleiri minningum, myndum og hlýjum kveðjum.

    *Knús*
    Stefa

    Reply
  11. Jóhanna

    Elsku Sigurrós,
    til hamingju með daginn ykkar, og mikið er frábært að renna í gegnum þessa síðu! :)

    Reply
  12. John W Sim

    Dear Girls, Gudbjorg and Sigurros, Your father would be so proud of both of you if he were here today. This tribute that you put together about your father, Sigurros, is really wonderful, it shows your father in happy times which is good we all remember. What it does not tell is how he and your dear mother Ragna accepted me and allowed me to be a part of my Icelandic family when I was dating your aunt Ingunn. Both he and your mother always encouraged me and treated me with respect, even as an “utlandingur” which I so greatly appreciated. Oddur and I had a strong friendship even though I could never beat him at chess or fishing for that matter! I know Ingunn adored him and looked up to him as her “big brother” and she too was so proud of him. You have much to be grateful for because of your father, he was a great man, a gentleman and most of all a friend. Thank you for taking such time to honor your father. Love to all, John.

    Reply
  13. Lilja Björk Guðmundsdóttir

    Mikið er þetta fallegt hjá þér elsku Sigurrós mín. Sniðug hugmynd!

    Reply
  14. Loftur Þór Pétursson

    Kannske er ég örlítið viðkvæmur þessa dagana, en ég held ég verði að hætta að skoða myndirnar. Allar þessar minningar sem hrannast upp ! Allt sem hefði getað orðið og átti svo sannarlega að verða. Allt óréttlætið sem fylgir því að missa heilsuna á bezta aldri. Sjá allar þessar myndir; af mömmu og pabba og systkinum mínum (auk annarra), þær kalla svo sannarlega fram minningar. Og þegar maður hugsar um hvernig bróðir Oddur var og þegar maður hugsar um hin systkinin, þá finnur maður hversu heppinn maður er að hafa fæðst inní þennan hóp. Einhvern veginn er það þannig, að þrátt fyrir að það hafi ekki alltaf verið eilíft sólskin á æskuheimili okkar, þá var okkur eðlislægt að bera virðingu fyrir ákveðnum hlutum og þá fyrst og fremst fyrir okkur sjálfum og svo afa og ömmu á Heiði, fyrir öllum ættingjum okkar, bæði frá Heiði og einnig frá Geldingalæk og ekki sízt fyrir foreldrum okkar og þá sérstaklega fyrir mömmu. Pabbi var auðvitað afskaplega góður maður, en hann átti við sín vandamál að etja og það var stundum erfitt að umbera það. En mamma var kletturinn og kjölfestan sem við þurftum á að halda. Og stóri bróðir var fyrirmyndin okkar allra. Hann gat allt. Og hvað við litum upp til hans !

    Reply
    1. Ragna Kristín

      Já Loftur minn það hafa ófá tár fallið við að lesa það sem skrifað er, rifja upp, skoða myndirnar og lifa upp gömul atvik bæði gleðileg og sár. Hugsaðu þér hvað við getum verið þakklát fyrir allar góðu minningarnar. Sáru minningarnar fylgdu því miður með, en við réðum engu um þær og fáum engu breytt. Við höldum bara áfram og varðveitum það góða.
      Það er dásamlegt að Sigurrós hefur nú svo sannarlega komið minningum um Odd á einn tiltækan stað til varðveislu.

      Reply
  15. Pálína Magnúsdóttir

    Ég kynntist Oddi ekki mikið, en á því láni að fagna að þekkja systkini hans, eiginkonu og dætur að öllu góðu. Þau halda minningu hans verðskuldað á lofti og ég efa ekki að hann hefur verið mætur maður, sem því miður við misstum úr okkar samfélagi allt of snemma. Blessuð sé minning góðs manns.

    Reply

Leave a Reply to Bára Gylfadóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>