Skrifað í maí 2014:
Ég kynntist honum þegar við lentum í sama bekk í Vogaskóla þá 13 ára, hann var sæti strákurinn í bekknum og alltaf stilltur og prúður, þeir voru það nú báðir bekkjafélagar mínir, hann og Kristinn sem ég giftist. Þeir voru miklir vinir frá unga aldri, spiluðu bridge, fóru svo að vinna saman og þeir voru líka saman í badminton
Við fórum eitt sinn saman á Snæfellsnes í sumarbústað í eina viku, þrenn hjón saman, hin voru Viktor og Hulda, Þarna var skemmt sér, Oddur alltaf hress og ljúfur, var nú ekki mikið að hjálpa til við matseld eða uppvask, en hann var settur í að sjá um að hella upp á könnuna, við komum ekki nálægt því, við drukkum þó nokkuð mikið kaffi.
Við fórum líka oft út að skemmta okkur og alltaf gaman að dansa við hann, ég á margar góðar minningar um hann, þau voru okkar besta vinafólk
Það var mikill söknuður af Oddi, yndislegur maður. Til hamingju með afmælið hans 4. maí. Blessuð sé minning hans.
Kv. Ingunn Ragnarsd.